Velkomin á upplýsingavef Ungmennafélagsins Aftureldingar

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Fréttayfirlit Sjá allar fréttir

Bjarki og Viktor valdir í U17 landsliðið
06.10 | Knattspyrna

Bjarki Steinn Bjarkason og Viktor Marel Kjærnested leikmenn með 3.flokki hjá Aftureldingu hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum með U17 landsliði Íslands.

meira
Æfingar hjá Afrekshóp HSÍ.
06.10 | Handbolti

Á dögunum var valin afrekshópur HSÍ og erum við stolt að segja frá því að við eigum sex fulltrúa í þeim hóp. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Ágúst Birgisson,...

meira
Þrír ungir framlengja
05.10 | Knattspyrna

Andri Freyr Jónasson, Eiður Ívarsson og Birkir Þór Guðmundsson hafa allir endurnýjað samninga sína við uppeldisfélag sitt Aftureldingu.

meira

Fréttir frá stjórn Sjá allar fréttir

Hreyfivika 21. - 27. sept.
18.09 | Afturelding

Afturelding tekur nú í annað sinn þátt í alþjóðlega verkefninu Move Week sem kölluð er Hreyfivika hér á landi. Verkefnið er sameiginlegt...

meira