/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Aðstaða Aftureldingar

Aðstaða Ungmennafélagsins Aftureldingar og heimili er í íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Í íþróttahúsinu eru þrír íþróttasalir, salur fyrir bardagaíþróttir og búningsaðstaða. Sundlaug er tengd íþróttahúsinu.

Á svæðinu er knattspyrnuvöllur í fullri stærð ásamt hlaupabraut, gervigrasvöllur í fullri stærð og  annar sjö manna völlur.  Á Tungubökkum eru grasvellir og búningsaðstaða.

Auk vallarhúss við knattspyrnuvöllinn hefur félagið aðgang að smáhýsi, s.k. stofu 6, til fundahalda og annarra nota í þágu félagsins. Skrifstofuaðstaða félagsins sem hýsir framkvæmdastjóra og bókara, er í íþróttahúsi.