/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 
Afreks- og styrktarstjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Sjóður þessi er tilkominn vegna samnings milli Aftureldingar og Mosfellsbæjar um stuðning við afreksíþróttafólk í félaginu auk þess sem sjóðurinn styrkir þjálfara til endurmenntunar. Fyrsti samningurinn var gerður árið 2006.


Tekið er við umsóknum um styrki allt árið en úthlutað er úr sjóðnum að jafnaði tvisvar á ári, á aðalfund félagsins og Uppskeruhátíð.

Umsóknareyðublaði, sem sækja má hér að neðan, skal skila útfylltu og undirrituðu á skrifstofu Aftureldingar að Varmá.

 

Umsóknareyðublað

 

Samningur 2008-2010