/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Í samræmi við óskir Guðfinnu Júlíusdóttur sem fædd var þann 07.12.1923 og lést þann 21.07 2005 ákváðu erfingjar hennar að stofna sjóð til minningar um hana og móður hennar Ágústínu Jónsdóttur.

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

2. grein – Tilgangur og hlutverk
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár. 

Heiti sjóðsins er Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Skipulagsskrá sjóðsins

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Umsóknareyðublaði, sem sækja má hér að neðan, skal skila útfylltu á skrifstofu Aftureldingar að Varmá.

Úthlutunarreglur sjóðsins

Umsóknareyðublað