Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.
Haustið 2010 var ákvað aðalstjórn Aftureldingar að setja skyldi félaginu jafnréttisstefnu.
Skipuð var nefnd til að sinna því verki og skilaði hún af sér stefnu og aðgerðaáætlun í janúar 2011. Stefnan og aðgerðaáætlunin voru samþykktar á formannafundi 3. maí 2011.
Anna Sigríður Guðnadóttir, formaður
Ásmundur Pálsson
Kolbrún Þorsteinsdóttir
Ólafur Ingi Óskarsson