/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Aðalfundur Aftureldingar í kvöld

 

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar fer fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í kvöld, 30. mars. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður boðið upp á léttar veitingar samhliða fundinum.

Dagskrá aðalfundar 2017
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla formanns
4. Ársreikningur 2016
5. Fjárhagsáætlun 2017
6. Lagabreytingar
7. Heiðursviðurkenningar
8. Kosningar:
a. Kosning formanns
b. Kosning stjórnarmanna til tveggja ára
c. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar
d. Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda
9. Önnur mál og ávarp gesta
10. Fundarslit

Við hvetjum félagsmenn og Mosfellinga til að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Aftureldingar.