/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Æfingar í dag 11.1 vegna veðurs

 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við vonskuveðri í dag og biðjum við því foreldra að fylgjast vel með á facebook-síðum deildanna hvort að æfingar verði felldar niður eða ekki. 

www.visir.is/g/2018180119740/vedurvakt-visis-sudaustan-stormur-gengur-yfir

Það er orðið ljóst að útiæfingar hjá knattspyrnudeild falla niður. Einnig falla niður Sundæfingar og körfuknattleiksæfingar í Lágafellslaug. Að Varmá falla niður æfingar hjá karate- og frjálsíþróttadeild. 
Hjá blakdeildinni falla niður æfingar hjá 6.fl og í handknattleiksdeildinni falla niður æfingar 5-8 flokks kvenna. 

Ef að foreldrar eru að sækja eða keyra börnin á æfingar viljum biðja ykkur að fylgja þeim alla leið inn í hús. Starfsfólk hússins hleypir börnunum ekki útúr húsi ef þau meta aðstæður þannig.