/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Aukaaðalfundur Aftureldingar á mánudag

 

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Vakin er athygli á breyttum fundarstað en fundurinn fer fram í Vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 18:00.
Fundarstjóri verður Grétar Eggertsson.

Dagskrá aukaaðalfundar:
1. Kosning formanns
2. Kosning stjórnar

Eftirtaldir aðilar eru í framboði til stjórnar Aftureldingar á aukaaðalfundi félagsins:
Til formanns:
Birna Kristin Jónsdóttir
Til stjórnar:
Geirarður Long
Gunnar Skúli Guðjónsson
Haukur Skúlason
Kristrún Kristjánsdóttir
Sigurður Rúnar Magnússon
Þórdís Sveinsdóttir

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. Sjáumst á mánudag!