/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Hreyfivika UMFÍ

 

Nú stendur yfir alþjóðlega hreyfivikan.

 

Einhverjar af deildum Aftureldingar eru komnar í sumarfrí, en þær sem eru enn í fullu gangi bjóða áhugasömum að mæta á eftirfarandi æfingar:

Badminton er með opnar æfingar í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag.
Blakdeildin býður iðkendum í 4.-7. bekk að koma á æfingar á miðvikudag og föstudag kl 15.00-16.30
Fimleikadeildin býður upp á opnar æfingar á laugardaginn, 1.-4. bekkur er kl 14.00-15.00 og 5.-10. bekkur er frá 15.00-16.00

Frjálsíþróttadeildin er með opnar æfinga sem og sunddeildin sem einnig býður upp á fjör í innilauginni á Laugardaginn á milli 11.00 og 13.00. knattspyrnan og karfan bjóða alla iðkendur velkomnar að prófa æfingar í vikunni. Hægt er að finna æfingatíma þessarar deilda hér á heimasíðunni.


Handknattleikur, Karate og Taekwondo eru komin í sumarfrí. Þau hlakka miikið til að taka á móti gömlum og nýjum iðkendum í haust.