/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Íþróttaskóli barnanna

 

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju 13. janúar.

Íþróttaskólinn er frábær vettvangur fyrir börn til að venjast umhverfi skólaíþrótta. Einnig fá þau að prófa hinar ýmsu íþróttir sem Afturelding býður uppá.

 

 

 

Börn fædd 2014kl. 09:15 – 10:10

Börn fædd 2013kl. 10:15 – 11:10

Börn fædd 2012kl. 11:15 – 12:10

Skráning fer fram í gegnum póstfang ithrottaskolinn(at)gmail.com eða á facebook-síðu 'íþróttaskóli barnanna Afturelding'

Við skráningu þarf að koma fram nafn og kt. barns, sem og gsm sími forráðamanns.