/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Nýr formaður Aftureldingar

 


Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá í kvöld. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár.

Aðalstjórn Aftureldingar 2018-2019 er eftirfarandi:
Birna Kristín Jónsdóttir, formaður
Geirarður Long
Gunnar Skúli Guðjónsson
Haukur Skúlason
Kristrún Kristjánsdóttir
Sigurður Rúnar Magnússon
Þórdís Sveinsdóttir

Á myndinni má sjá Birnu ásamt Herði Hafberg eiginmanni sínum