/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Starfsdagur Aftureldingar 27. september

 

Starfsdagur Aftureldingar 27. september

 

Starfsdagur Aftureldingar fer fram miðvikudaginn 27. september næstkomandi í samkomusalnum í Lágafellsskóla. Markmiðið með Starfsdegi Aftureldingar er að kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra sem geta eflt starf og gæði þjálfunar í félaginu.

Allar æfingar félagsins falla niður þennan dag og verður skyldumæting fyrir alla þjálfara félagsins á þennan viðburð.

Stjórnir deilda og ráða eru hvattar til að fjölmenna á fundinn.

 

Starfsdagurinn hefst kl. 17:30 og er áformað að dagskrá ljúki fyrir kl. 21:00. Boðið verður upp á kvöldverð fyrir fundargesti.

 

Fyrirlesarar verða eftirfarandi:

• Hafrún Kristjánsdóttir, íþróttasálfræðingur og lektor íþróttasviðs HR.

• Guðjón Svansson, eigandi Kettlebells Iceland.

• Björg Jónsdóttir, Erindi – samtök um samskipti og skólamál

• Pálmar Ragnarsson, íþróttaþjálfari og fyrirlesari

 

Starfsdagur sem þessi getur gefið félaginu frábært tækifæri til að efla starf sitt. Það er markmið félagsins að hlúa vel að þjálfurum félagsins og auka þekkingu þeirra. Það skilar sér í betri þjálfun iðkenda. Ekki síst er þetta frábært tækifæri fyrir félagið til að koma saman sem ein heild.

 

Við vonum að foreldrar og forráðamenn sýni þessum viðburði skilning í ljósi þess að æfingar félagsins falla niður þann 27. september.

Áfram Afturelding!