/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Strákarnir sigruðu á Höfn.

 

Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karla

Okkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur. Wentzel Steinarr Kamban skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og stuttu síðar var Magnús Már Einarsson búinn að bæta við. 

Staðan var 2-0 í hálfleik, en undir lokin bætti Ágúst Leó Björnsson við þriðja mark Aftureldingar og þar við sat. 

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Aftureldingu sem ætlar sér upp. Þeir eru núna í fjórða sæti með sex stig