/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Sumarnámskeið í ágúst!

 

Óvenjumörg sumarnámskeið fyrir börn standa til boða hjá félaginu í ágúst. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að skrá börn sín í þessi námskeið og taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi í ágúst með okkur. 

Upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins undir www.afturelding.is undir flipum deilda og á fésbókarsíðum deilda. 

Handboltaskóli Varmá 2.- 5. ágúst og 8.- 11. ágúst.

Blakskóli blakdeildar Varmá og Lágafelli 15.-26. ágúst.

Fimleikaskóli fimleikadeildar Varmá 8.-14. ágúst og 15.-21. ágúst.

Sundnámskeið sunddeildar 8.-12. ágúst og 15.-19. ágúst.

Knattspyrnuskóli knattspyrnudeildar 2.-5. ág., 8. – 12. ág. og 15. – 19. ágúst.

Körfuboltaskóli körfuboltadeildar að Varmá 8. – 19. ágúst. 

Taekwondo – drekanámskeið að Varmá 8. – 19. ágúst. 

Allir ættu því að finna spennandi sumarnámskeið áður en hefðbundið vetrarstarf hefst í félaginu í byrjun september.

Framkvæmdastjóri.