/
 

Ungmennafélagið Afturelding

Innan vébanda Aftureldingar starfa tíu deildir sem bjóða upp á metnaðarfullt starf, hver á sínu sviði, þar sem unnið er að markmiðum félagsins sem felast annars vegar í uppeldis- og lýðheilsustefnu þess og hins vegar í afreks- og keppnisstefnu félagsins. Afturelding gegnir mikilvægri samfélagsþjónustu í Mosfellsbæ og  hefur heilsu allra aldurshópa í Mosfellsbæ að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar ásamt því að glæða daglegt líf íbúa í sveitarfélaginu uppbyggilegu og heilbrigðu félagsstarfi.

 

Siðareglur Aftureldingar

Ungmennafélagð Afturelding hefur sett sér siðareglur og er  sjálfboðaliðum og starfsfólki félagsins skilt að starfa samkvæmt þeim. Einnfremur starfar siðanefnd sem metur hvort siðareglur félagsins hafi verið brotnar ef ábendingar berast um slíkt. Siðanefnd starfar samkvæmt reglugerð um nefndina.

Verkferill siðanefndar 

Siðareglur Aftureldingar

Reglugerð um Siðanefnd Aftureldingar

 

Í siðanefnd félagsins sitja Rakel Heiðmarsdóttir, Ragnheiður Bragadóttir og Guðjón Helgason.