/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

      

Badmintonsamband Íslands

 

Hér er hægt að horfa á "live" TV frá badmintonmótum í Evrópu.

 

Erum á facebook, smellið á facebook logo

 

Æfingagjöld badmintondeildar haustönn 2017

Verðskrá

   Flokkur

     Verð     

Æfingar á viku

   6-8 ára

  16.000-

           2

   9-11 ára

   26.000-

           3

   12-14 ára

   33.000-

           3

   Keppnishópur unglinga

  49.000-

           4

   Keppnishópur fullorðinna

   51.000-

           4

   Völlur - trimm 1 önn

  

           

    Byrjendanámskeið fullorðinna (6 tímar)

 

           

  

       

 

Frístundaávísun

Mosfellsbær greiðir hverju barni 6-18 ára frístundaávísun að upphæð 25.000 krónur fyrir starfsárið 2014-2015. Þessa upphæð má nota til að greiða niður æfingagjöld.

 

Félagakerfið Nóri. 

Samkvæmt ákvörðun aðalstjórnar fer skráning iðkenda fram í kerfinu Nóra. afturelding.felog.is

Áður en barnið er skráð þar þarf að ráðstafa frístundaávísun, eigi að nota hana. Gott er að senda tölvupóst á badminton(at)afturelding.is og láta vita, gjaldkeri þarf að handfæra frístundaávísun inn í Nórakerfið. Þegar því er lokið eru rétt verð þar inni. 

 

Afslættir

Veittur er 10% systkina- eða fjölgreinaafsláttur æfi iðkandi aðrar íþróttir hjá Aftureldingu. 
Hægt er að greiða með frístundaávísun eða leggja inn á bankareikning 0549-14-402102, kenni­tala 460974-0119.
Vinsamlegast setjið kennitölu iðkanda í skýringu og sendið kvittun á netfangið badminton@afturelding.is.

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur