/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

      

Badmintonsamband Íslands

 

Hér er hægt að horfa á "live" TV frá badmintonmótum í Evrópu.

 

Erum á facebook, smellið á facebook logo

 

Æfingar hefjast

Nú fer vetrarstarfið senn að hefjast og vonumst við til að sjá börnin ykkur aftur hér í vetur. Æfingarnar hefjast þriðjudaginn 5. september.

 


Tímataflan fyrir Yngri hópinn er eftirfarandi:

Allar æfingar eru í sal 2 að Varmá.


Hópur 6-8 ára – börn fædd 2009 - 2011
Þriðjudagar kl. 17:30-18:15
Miðvikudagar kl. 15:30-16:15

Hópur 9-11 ára – börn fædd 2006 - 2008
Þriðjudagar kl. 18:15-19:00
Miðvikudagar kl. 16:15 -17:00
Fimmtudagar kl. 17:30 – 18:30

Unglingahópur 12 ára og eldri – börn fædd 2005 og fyrr
Þriðjudagar kl. 19:00 - 20:00
Miðvikudagar kl. 17:00 -18:00
Fimmtudagar kl. 18:30 – 20:00

Keppnishópur
Mánudagar kl. 20:00 - 21:30 - Lágafell
Þriðjudagar kl.  20:00-21:00 - Salur 2
Fimmtudagar kl. 20:00-21:00 – Salur 2 


Við munum opna fyrir skráningar í Nóra í vikunni, látum ykkur vita þegar það er komið.
Þjálfarateymið okkar verður: Árni Magnússon (þriðjudagar), Einar Óskarsson (miðvikudagar) og Sunna Ösp Runólfsdóttir (fimmtudagar).
Sunna er ný í teyminu hjá okkur, hún er fyrrum landsliðskona í badminton og uppalin í TBR. Hún hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur verið með einkatíma fyrir badmintonfólk í TBR, hún er sjúkraþjálfi að mennt og þekkir þ.a.l. vel allt er viðkemur uppbyggingu og styrk á líkamanum. Bjóðum Sunnu velkomna í teymið okkar.
Hlökkum til samverunnar með ykkur í vetur
Stjórnin.

 

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur