/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

      

Badmintonsamband Íslands

 

Hér er hægt að horfa á "live" TV frá badmintonmótum í Evrópu.

 

Erum á facebook, smellið á facebook logo

 

Foreldrafundur.

Badmintondeildin boðar hér með til foreldrafundar næsta miðvikudag þann 28. sept kl. 18:30 að Vallarhúsinu Varmá.

 

 

 

 

Dagskrá:

Stjórnin kynnir sig.
Starfsemi vetrarins kynnt.
Fyrirhuguð æfingarferð.
Þjálfarar kynna sig og fara yfir nýja æfingarkerfið Teknika sem byrjað er að þjálfa krakkana eftir.
Önnur mál.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur
Stjórn og þjálfarar

 

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur