/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

      

Badmintonsamband Íslands

 

Hér er hægt að horfa á "live" TV frá badmintonmótum í Evrópu.

 

Erum á facebook, smellið á facebook logo

 

Gull !!

Vetrarmót TBR unglinga í badminton fór fram í TBR húsinu dagana 19. og 20. Október. Keppni var jöfn og skemmtileg í öllum flokkum og hart barist alls staðar.

 

Elís Þór og Kristinn Breki náðu þeim glæsilega árangri að vinna til gullverðlauna í tvíliðarleik U15.
Við óskum þeim til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 

 

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur