/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

      

Badmintonsamband Íslands

 

Hér er hægt að horfa á "live" TV frá badmintonmótum í Evrópu.

 

Erum á facebook, smellið á facebook logo

 

Íslandsmót unglinga 2016

Kristinn Breki Hauksson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik drengja í U-17 ára flokki

 

Helgina 10.-12.mars sl. var Íslandsmót unglinga í badminton haldið á Akranesi. Frá badmintondeildinni fóru 5 iðkendur í yngri flokkum og 2 í unglingaflokkum. Kristinn Breki Hauksson varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik drengja í U-17 ára flokki og spilaði að auki til undanúrslita í einliðaleik drengja.

Íslandsmeistaratitill Kristins er sá fyrsti sem iðkandi innan badmintondeildar vinnur síðan árið 2011. Frábær árangur og erum við í deildinni mjög stolt af honum!

 

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur