/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

Tímatafla veturinn 2016 - 2017

6-11 ára hópur -börn fædd árið 2005 og síðar

mánudagar 15.30 - 16:30  (Salur 2)

þriðjudagar 17.30- 18.30  (Salur 2)

miðvikudagar 16.30 - 17.30  (Salur 2)

 

Unglingahópur, 12 ára og eldri - börn fædd 2004 og fyrr

mánudagar 16.30 - 17:30  (Salur 2)

þriðjudagar 18.30- 20.00  (Salur 2)

miðvikudagar 17.30 - 18.30  (Salur 2)

 

Keppnishópur - Trimm

mánudagar 20.00 -21.30 (Lágafell)

þriðjudagar 20.00 -21.30 (Salur2)

fimmtudagar 20.00 -21.30 (Lágafell)

föstudagar 18.30 -20.30 (Salur2)

 

Vallaleiga, að Varmá

þriðjudagskvöldum (Salur 2)

20.00-21.00

 

MIKILVÆGT: Íþróttaföt og innanhússskór eru nauðsynleg á æfingar. Mæting er 5 mín. fyrir æfingu.

 

Tímataflan gildir frá 1. september - 31.maí

Ef nánari upplýsinga óskað sendið fyrirspurnir á badminton@afturelding.is

 

 

 

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur