/
 

Velkomin á heimasíðu Badmintondeildar Aftureldingar!

Badminton nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Ástæðan er sú að íþróttin er skemmtileg og einföld að spila. Við hvetjum iðkendur okkar til að æfa sig í að spila á mótum og sækjum mót yfir veturinn ásamt því að halda mót sjálf. Einnig förum við í æfingaferðir sem hafa verið skemmtilegar og eftirminnilegar. Starfsemi deildarinnar fer að lang mestu leyti fram yfir veturinn en sumaræfingar hafa þó  verið fyrir þá sem vilja. Badmintondeild Aftureldingar leggur áherslu á að hafa góða þjálfara og hefur í þjálfarahóp sínum landsliðsfólk í íþróttinni. Við bjóðum áhugasama velkomna á æfingar til að prófa og slást í hópinn.

 

Tímatafla veturinn 2017 - 2018

Hópur 6-8 ára – börn fædd 2009 - 2011
Þriðjudagar kl. 17:30-18:15 – Salur 2
Miðvikudagar kl. 15:30-16:15 – Salur 2

Hópur 9-11 ára – börn fædd 2006 - 2008
Þriðjudagar kl. 18:15-19:00 – Salur 2
Miðvikudagar kl. 16:15 -17:00 – Salur 2
Fimmtudagar kl. 18:00 – 19:00 – Salur 2

Unglingahópur 12 ára og eldri – börn fædd 2005 og fyrr
Þriðjudagar kl. 19:00 - 20:00 – Salur 2
Miðvikudagar kl. 17:00 -18:00 – Salur 2
Fimmtudagar kl. 19:00 – 20:30 – Salur 2

Keppnishópur
Mánudagar kl. 20:00 - 21:30 - Lágafell
Þriðjudagar kl.  20:00-21:00 - Salur 2
Fimmtudagar kl. 20:00-21:00 – Salur 2 


Ath. BREYTTIR TÍMAR Á FIMMTUDÖGUM.

Styrktaraðilar

 

 

 

 

Yngri hópur

Unglingahópur

Keppnishópur