/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Fréttayfirlit

Happdrætti Blakdeildar Aftureldingar
10.05 | Blak

Nú er blakdeildin að fara af stað með sitt árlega happdrætti og munu börnin í blakdeildinni ganga í hús og selja happdrættismiða á næstu 2 vikum í fjáröflun fyrir sig....

meira
Bikarmeistarar karla 2017
09.04 | Blak

Afturelding varð rétt í þessu bikarmeistari karla í blaki 2017. Til hamingju Afturelding. Leikur kvennaliðanna er að hefjast þar sem Afturelding og HK leika. Bein...

meira
Kjörísbikarinn
06.04 | Blak

Afturelding verður með bæði karla og kvenna liðið í höllinni um helgina.

meira

Samstarf Sportís og Blakdeildar

Landsliðssystur í Aftureldingu að skoða Asics skó

 

Blakdeild Aftureldingar teflir nú fram í fyrsta skipti liði í efstu deild kvenna og er spennandi vetur framundan.

Til þess að halda úti öflugu starfi þarf öfluga stuðningsaðila og hefur blakdeild Aftureldingar og Sportís gert samkomulag með sér um stuðning Sportís við deildina. Sportís er umboðaaðili fyrir Ascisc skó og munu leikmenn 1. deildar kvenna spila í skóm frá Ascis en einnig mun Sportís koma að starfi deildarinnar með margvíslegum hætti.

Blakdeild Aftureldingar þakkar Sportís fyrir þeirra aðkomu og hlakkar til samstarfsins í vetur.

Fréttir frá stjórn Sjá allar fréttir

Strákarnir sigruðu á Höfn.
22.05 | Afturelding, Knattspyrna

Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karlaOkkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur....

meira