/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Æfingagjöld Blakdeildar haustið 2016

 

 

Frístundaávísun

Mosfellsbær greiðir hverju barni 6-18 ára frístundaávísun að upphæð 27.500 krónur fyrir starfsárið 2016-2017. Þessa upphæð má nota til að greiða niður æfingagjöld.

Nú er frístundarávísun Mosfellsbæjar komin inn í Nora kerfið og því hægt að nýta hana beint við greiðslu æfingagjalda.

Æfingagjöldin veturinn 2016-2017 hjá Blakdeild Aftureldingar eru:

6+7. flokkur : 23.500 kr  haustönn

4+5. flokkur : 28.000 kr haustönn

3. flokkur     :  30.500 kr haustönn

 

Innifalið í æfingagjöldum öll mótagjöld á mót vetrarins.

Ganga þarf frá æfingagjöldum fyrir 1. mót vetrarins sem verður 8.-9..október hjá 3. flokki og er það mót að Varmá.

Þeir sem ætla að nýta frístundarávísun barnanna upp í æfingagjöld þurfa að vera búin að ráðstafa henni eða hluta hennar á blakdeildina fyrir 20. september. ATH að ekki er nauðsynlegt að nýta hana alla fyrir önnina, hægt er að nýta hluta ávísunarinnar núna og hluta eftir áramót.

Frítt að koma og prufa.