/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

2.fl pilta bikarmeistarar

Bikarkeppni BLÍ var haldin í Fagralundi í Kópavogi um helgina.

 

Afturelding sendi 5 lið í mótið þar sem krakkarnir á elsta ári i 3. fl spiluðu líka í 2. fl. svo það urðu ansi margir leikir hjá þeim. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og sýndu frábæra takta og spilamennsku.

Strákarnir unnu 2. flokkinn og urðu því BIKARMEISTARAR.

Í liðinu voru; 

Hilmir Berg Halldórsson

Ólafur Örn Thoroddsen

Kjartan Davíðsson

Sigvaldi Óskarsson

Valens Ingimundarson

Guðni H Guðnason

Magni Már Magnason

Kjartan Óli Kjartansson

Þórarinn Jónsson