/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Fimm frá blakdeild Aftureldingar valdir í landsliðsverkefni

 

 

 

 

 

Eduardo Barenguer Herrero, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið 12 leikmenn til að keppa á Evrópumóti Smáþjóða sem fram fer í Færeyjum 23. - 25. mars.

Afturelding á fimm leikmenn í þessum hóp. Það eru þeir Hilmir Berg Halldórsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Kjartan Davíðsson, Sigvaldi Örn Óskarsson, Valens Torfi Ingimundarson.

Þess má einnig geta að allir leikmenn sem spila fyrir meistaraflokk Afturedlingar og eru gjaldgengir í U20 voru valdir í þetta verkefni.

Blakdeild Aftureldingar óskar strákunum góðs gengis í Færeyjum.