/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Flottir fulltrúar Aftureldingar fóru með U17 til Danmerkur

 

Blakdeild Aftureldingar átti 5 fulltrúa í U 17 landsliðum drengja og stúlkna sem keppti á NEVZA ( Norður

Evrópumótiinu) sem fram fór í Ikast í Danmörku í síðustu viku.  Fulltrúar félagsins voru í drengjaliðinu:

Sigvaldi Örn Óskarsson og Valens Torfi Ingimundarson. Í stúlknaliðinu voru það Hilma Jakobsdóttir, Karitas

Ýr Jakobsdóttir og Steinunn Guðbrandsdótir.

 

Krakkarnir voru félaginu og landi til mikils sóma og erum við vikrilega stolt af þeim. Ísland lenti í 4.sæti

stúlknamegin og í 7.sæti drengjamegin en drengjaliðið er á yngsta ári á mótinu.