/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Fyrsti sigur Aftureldignar í Mizuno deild karla í vetur

 

Karlalið Aftureldingar vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í Mizuno-deildinni í vetur þegar þeir tóku á móti Stjörnunni.

Okkar menn byrjuðu leikin betur og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Í annari hrinu jafnaði Stjarnan metin, 25-20, og staðan þar með jöfn, 1-1. Afturelding náði aftur forystunni með því að vinna þriðju hrinuna 25-18 og þurftu þar með aðeins að vinna eina hrinu til viðbótar til að tryggja sér sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

En fjórða hrinan var öllu jafnari og eftir upphækkun voru það Stjörnumenn sem tryggðu sér oddahrinu þeir unnu síðan fjórðu hrinuna 26-24. Oddahrinan var hnífjöfn en þar okkar menn báru sigur af hólmi 15-13, og leikinn þar með 3-2. Fyrsti sigur Aftureldingar á leiktíðinni í höfn.