/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Happdrætti Blakdeildar Aftureldingar

 

Nú er blakdeildin að fara af stað með sitt árlega happdrætti og munu börnin í blakdeildinni ganga í hús og selja happdrættismiða á næstu 2 vikum í fjáröflun fyrir sig. Stór hópur af þeim er á leið til Danmerkur í æfingabúðir í byrjun júní.

Miðaverð er kr. 2.000 og eiungis verður dregið úr seldum miðum.

Upplýsingar um vinningsnúmer munu byrtast hér á síðunni, www.afturelding.is/blak.