/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Uppspilari í úrvalsdeild kvenna

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá samningi við Mikayla Derochie, 22 ára uppspilara, um að leika með liðinu næsta keppnistímabil. Mikayla kemur frá Davidsson háskólanum í Norður Karólínu en þar var hún uppspilari liðsins, Wildcats, öll fjögur árin og fyrirliði liðsins síðustu tvö árin. Við bjóðum Mikayla hjartanlega velkomna til liðs við Aftureldingu.

 

Kristin Salín Þórhallsdóttir sem verið hefur uppspilari Aftureldingar undanfarið er barnshafandi og leikur því ekki með liðinu.