Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri: Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9 blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki. Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.
Stjórn Blakdeildar skipa formenn þeirra ráða sem eru starfandi innan deildarinnar ásamt formanni deildarinnar sem kosin er á aðalfundi.
Formaður blakdeildar: Guðrún Kristín Einarsdóttir
S: 694 5421
Netfang: gunnastina(at)gmail.com
Formaður Barna-og Unglingadeildar (BUR): Jórunn Edda Hafsteinsdóttir, S: 690-3540
Formaður Úrvalsdeildar kvenna: Grétar Eggertsson, S: 669 7164
Formaður Úrvalsdeildar karla: Guðrún K Einarsdóttir, S: 694 5421
Formaður mfl. kvk 1-4 deild: Guðrún Elva Sveinsdóttir, S: 820 3500
Einar Friðgeir Björnsson gjaldkeri BUR (Barna og Unglingaráðs)
Hafdís Björnsdóttir gjaldkeri mfl. kvk
Finnur Ingimarsson
Sveinn Hinrik Guðmundsson