/
 

Blakdeild Aftureldingar býður börn og fullorðna velkomin!

Blakdeildin heldur úti æfingum fyrir iðkendur á öllum aldri:  Krakkablak fyrir börn, meistaraflokkar fyrir keppnisfólk  og trimmhópar fyrir þá sem eru styttra á veg komnir í íþróttinni, bæði í karla- og kvennaflokkum. Afturelding býður eina bestu aðstöðu landsins til blakiðkunar og er hægt að setja upp 9  blakvelli í fullri stærð eða 19 krakkablaksvelli undir sama þaki.  Einnig má nefna að Blakdeild Aftureldingar er eina deildin í landinu sem á blakvél til að aðstoða við æfingar. Blakdeildin býður einnig upp á strandblak og er strandblaksvöllurinn á útisvæðinu vel nýttur. Blakdeildin hefur þá eindregnu stefnu að ráða ávalt vel menntaða, reynslumikla og metnaðarfulla þálfara í öllum flokum.

 

Skráning

Hér má nálgast skráningarblað


Reglur vallarins

Fyrst og fremst eru þeir sem nýta þennan kost beðnir um að ganga vel um völlinn og umhverfi hans. 


Reglur vallarin eru:

1. Mest má bóka völlinn í tvær klukkustundir í senn. 

2. Afbóka þarf með fyrirvara. Hægt er að afbóka í gegnum facebook síðu vallarins. Ef hópar/einstaklingar sjá ekki fram á að komast á bókuðum tíma, vinsamlegast afbókið eins fljótt og kostur er á. Þannig geta aðrið komið og nýtt völlinn

3. Öllum er frjálst að nota völlinn, víkja þarf þó fyrir skráðum hópum/einstaklingum þegar þeir mæta á svæðið. 

4. Við bókun þarf að skrá niður nafn og símanúmer

5. Eftir notkun þarf að skafa yfir völlin, og skilja þarf við sköfurnar á réttum stað. 

6. Lagfæra þarf holur ef börn hafa verið að leik í sandinum. 

7. Þátttakendur koma með eigin bolta. 

8. Ekki er leyfilegt að halda mót á vellinum, nema með fengnu leyfi. Best er að senda skilaboð á síðuna, það má gera hér.

 

 

Góða skemmtun!