/
 

Velkomin á vef Fimleikadeildar Aftureldingar.

Fimleikadeildin býður þig hjartanlega velkominn á vef deildarinnar. Fimleikadeildin býður upp á svokallaða trompfimleika en þar keppa börn í liðum frá 10 ára aldri. Hjá deildinni æfa börn frá 3ja ára aldri en elstu iðkendurnir eru 16 ára. Lögð er áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendurna og flóknari útfærslu fyrir þá sem lengra eru komnir. Fimleikar eru afar góður grunnur fyrir allar íþróttir en fyrir þá sem stefna á keppni í fimleikum er mikilvægt að byrja snemma að stunda íþróttina. Stjórn deildarinnar er stolt af því að hafa alið upp marga af þeim þjálfurum sem nú kenna við deildina. Með því hlúum við að Aftureldingarhjartanu í deildinni. Stærstur hluti þjálfara við deildina eru aldar upp hjá okkur og hafa byggt upp starfið í sjálfboðaliðavinnu auk þess að vinna fjölda sigra á mótum fyrir hönd félagsins. 

 

Fimleikar - 4 iðkendur í úrvalshóp landsliða

 

Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið úrvalshóp vegna Evrópumótsins í hópfimleikum 2018. Alls mættu tæplega 200 iðkendur á úrtökuæfingarnar og erum við hjá Fimleikadeild Aftureldingar óendanlega stolt af af því að eiga 4 iðkendur á þessum lista:


Emma Sól Jónsdóttir

María Líf Magnúsdóttir

Mia Viktorsdóttir

Eyþór Örn Þorsteinsson


Þess má geta að þessir krakkar eru einnig öll þjálfarar hjá okkur og eigum við fjóra þjálfara til viðbótar þarna á listanum. Sumir af þeim hófu fimleikaferil sinn hjá Aftureldingu:


Alexander Sigurðsson

Bjarni Kristbjörnsson

Guðjón Snær Einarsson

Viktor Elí Sturluson


Innilega til hamingju öll sömul með þennan frábæra árangur. Gætum ekki verið stoltari af ykkur!!!

 

http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1147-urvalshopar-landslidha-i-hopfimleikum-fyrir-em-2018