/
 

Velkomin á vef Fimleikadeildar Aftureldingar.

Fimleikadeildin býður þig hjartanlega velkominn á vef deildarinnar. Fimleikadeildin býður upp á svokallaða trompfimleika en þar keppa börn í liðum frá 10 ára aldri. Hjá deildinni æfa börn frá 3ja ára aldri en elstu iðkendurnir eru 16 ára. Lögð er áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendurna og flóknari útfærslu fyrir þá sem lengra eru komnir. Fimleikar eru afar góður grunnur fyrir allar íþróttir en fyrir þá sem stefna á keppni í fimleikum er mikilvægt að byrja snemma að stunda íþróttina. Stjórn deildarinnar er stolt af því að hafa alið upp marga af þeim þjálfurum sem nú kenna við deildina. Með því hlúum við að Aftureldingarhjartanu í deildinni. Stærstur hluti þjálfara við deildina eru aldar upp hjá okkur og hafa byggt upp starfið í sjálfboðaliðavinnu auk þess að vinna fjölda sigra á mótum fyrir hönd félagsins. 

 

Fimleikar - Sumarönn 2016

 

Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir æfingum og námskeiði í sumar.

Önnin hefst mánudaginn 13. júní og lýkur föstudaginn 19. ágúst. Engar æfingar verða þó í júlí og byrjun ágúst. Önnin telur því 5 vikur og verður boðið upp á æfingar fyrir 6 ára börn og eldri.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haustönnina. En einnig er þetta tilvalið fyrir þá krakka sem ekki hafa æft fimleika áður að prófa íþróttina og undirbúa sig fyrir komandi fimleikaár. Engin krafa er að krakkar hafi æft fimleika eða aðra íþrótt áður á námskeiðinu sem er eftir hádegi.

Landsliðskonan Ingibjörg Antonsdóttir mun halda utan um námskeiðið en henni til halds og traust verða aðrir fimleikaþjálfarar.

Sumrinu verður skipt í tvennt:

FYRIR HÁDEGI
Æfingar verða með sama sniði og á haust- og vorönn fyrir alla krakka fædda 2007 og eldri sem æft hafa fimleika áður.
Æft er 4x í viku, mánudaga-fimmtudaga og verður skipt eftir aldri í flokka. Æft er 2 klst í senn.
kl 9:00-11:00 - Æfingar fyrir 3. og 4. flokk (2004-2007)
kl 11:00-13:00 – Æfingar fyrir 1. og 2. flokk (2003 og eldri)
ATH þetta námskeið er eingöngu æfingar, ekkert uppábrot verður á æfingum og eingöngu ætlast til að börn sem hafa verið áður í fimleikum skrái sig hér.

EFTIR HÁDEGI
Sumarnámskeið í boði með sama sniði og var í fyrra þar sem æfingar verða brotnar upp með ýmissi skemmtun á borð við leiki, útiveru, göngutúra og fleiru eftir veðri.
Fyrir alla krakka fædda 2009 og eldri. Námskeiðið verður alla virka daga frá kl 13:00-16:00.
Börn sem fædd eru 2010 og eru á leið í 1. bekk í haust eru velkomin í ágúst.

Frjálst er að skrá börn fædd 2007 og eldri bæði fyrir og eftir hádegi.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin.

Boðið verður upp á að kaupa allar 5 vikurnar, hálft námskeið (3 vikur) eða stakar vikur.

VIKUR Í BOÐI
Vika 1 – 13-19. júní
Vika 2 – 20-26. júní
Vika 3 – 27. júní – 3. júlí
Vika 4 – 8-14. ágúst
Vika 5 – 15-21. ágúst

VERÐSKRÁ

FYRIR HÁDEGI:
Stök vika 5.400 kr
3 vikur 13.800 kr (Fullt verð 16.200 kr)
5 vikur 18.900 kr (Fullt verð 27.000 kr)

EFTIR HÁDEGI
Stök vika 9.900 kr
3 vikur 25.250kr (Fullt verð 29.700 kr)
5 vikur 34.650kr (Fullt verð 49.500 kr)

SKRÁNING
Skráning fer núna fram í gegnum skráningarkerfi Aftureldingar Nóra: https://afturelding.felog.is/
Athugið að þrír valmöguleikar eru fyrir fyrir hádegi og þrír eftir hádegi eftir því hvort fólk vill nýta sér afsláttinn sem kemur á 3 eða 5 vikur, en auðvitað verður hægt að kaupa stakar vikur oftar en einu sinni ef fólk vill það frekar.

Upplýsingar eru gjarnan veittar á fimleikar@afturelding.is.

Kær kveðja,

Fimleikadeild Aftureldingar