/
 

Velkomin á vef Fimleikadeildar Aftureldingar.

Fimleikadeildin býður þig hjartanlega velkominn á vef deildarinnar. Fimleikadeildin býður upp á svokallaða trompfimleika en þar keppa börn í liðum frá 10 ára aldri. Hjá deildinni æfa börn frá 3ja ára aldri en elstu iðkendurnir eru 16 ára. Lögð er áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendurna og flóknari útfærslu fyrir þá sem lengra eru komnir. Fimleikar eru afar góður grunnur fyrir allar íþróttir en fyrir þá sem stefna á keppni í fimleikum er mikilvægt að byrja snemma að stunda íþróttina. Stjórn deildarinnar er stolt af því að hafa alið upp marga af þeim þjálfurum sem nú kenna við deildina. Með því hlúum við að Aftureldingarhjartanu í deildinni. Stærstur hluti þjálfara við deildina eru aldar upp hjá okkur og hafa byggt upp starfið í sjálfboðaliðavinnu auk þess að vinna fjölda sigra á mótum fyrir hönd félagsins. 

 

Innanfélagsmót 30. maí

 

Mánudaginn 30. maí ætlar Fimleikadeildin að standa fyrir Innanfélagsmóti í fimleikasalnum okkar kl 17:00-20:00.

Mæting fyrir börnin er 16:30 en mótið hefst á slaginu 17:00

Mæting er í fimleikafötum/íþróttafötum með hár vel greitt frá andliti.

Á mótinu munu þeir hópar keppa sem ekki hafa verið að keppa í vetur á öðrum mótum, þ.e.
R-1 Gulur/Rauður/Grænn,
R-2 kvk og kk,
R-4 Gulur/Rauður og
R-6 kk.

Mótið er hugsað sem tækifæri fyrir þessi börn að venjast mótaumhverfi á lærdómsríkan og skemmtilegan hátt og þau fá svo viðurkenningu í lok mótsins.