/
 

Velkomin á vef Fimleikadeildar Aftureldingar.

Fimleikadeildin býður þig hjartanlega velkominn á vef deildarinnar. Fimleikadeildin býður upp á svokallaða trompfimleika en þar keppa börn í liðum frá 10 ára aldri. Hjá deildinni æfa börn frá 3ja ára aldri en elstu iðkendurnir eru 16 ára. Lögð er áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendurna og flóknari útfærslu fyrir þá sem lengra eru komnir. Fimleikar eru afar góður grunnur fyrir allar íþróttir en fyrir þá sem stefna á keppni í fimleikum er mikilvægt að byrja snemma að stunda íþróttina. Stjórn deildarinnar er stolt af því að hafa alið upp marga af þeim þjálfurum sem nú kenna við deildina. Með því hlúum við að Aftureldingarhjartanu í deildinni. Stærstur hluti þjálfara við deildina eru aldar upp hjá okkur og hafa byggt upp starfið í sjálfboðaliðavinnu auk þess að vinna fjölda sigra á mótum fyrir hönd félagsins. 

 

Sumarnámskeið fimleikadeildar

 

Fimleikadeild Aftureldingar býður uppá sumarnámskeið eftir hádegi fyrir börn á aldrinum      6-10 ára í júní og ágúst í fimleikasalnum að Varmá. Eftirfarandi námskeið eru í boði:

 

Júnínámskeið

Vika 1: 11.-15. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)

Vika 2: 18.-22. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)

Vika 3: 15.-29. júní kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2011)

Ágústnámskeið

Vika 4: 7.-10. ágúst (4 dagar)  kl.13-16. Verð 7200 krónur (börn fædd 2008-2012)

Vika 5: 13.-17. ágúst kl.13-16. Verð 9000 krónur (börn fædd 2008-2012)

Vika 6: 20.-22. ágúst (3 dagar) kl.13-16. Verð 5400 krónur (börn fædd 2008-2012)

 

Veittur er 20% afsláttur ef öll námskeið eru keypt.

Gengið er frá skráningu og greiðslu í gegnum skráningarkerfið Nóra - https://afturelding.felog.is/

 

Á námskeiðunum munu börnin fara í ýmsa leiki ásamt því að læra undirstöðuæfingar í fimleikum. Námskeiðið mun að mestu fara fram í fimleikasalnum en farið verður í stuttar dagsferðir ef veður leyfir. Nýir og núverandi iðkendur eru hjartanlega velkomnir. Upplýsingasíða námskeiða: https://www.facebook.com/fimumfa/