/
 

Velkomin á vef Fimleikadeildar Aftureldingar.

Fimleikadeildin býður þig hjartanlega velkominn á vef deildarinnar. Fimleikadeildin býður upp á svokallaða trompfimleika en þar keppa börn í liðum frá 10 ára aldri. Hjá deildinni æfa börn frá 3ja ára aldri en elstu iðkendurnir eru 16 ára. Lögð er áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendurna og flóknari útfærslu fyrir þá sem lengra eru komnir. Fimleikar eru afar góður grunnur fyrir allar íþróttir en fyrir þá sem stefna á keppni í fimleikum er mikilvægt að byrja snemma að stunda íþróttina. Stjórn deildarinnar er stolt af því að hafa alið upp marga af þeim þjálfurum sem nú kenna við deildina. Með því hlúum við að Aftureldingarhjartanu í deildinni. Stærstur hluti þjálfara við deildina eru aldar upp hjá okkur og hafa byggt upp starfið í sjálfboðaliðavinnu auk þess að vinna fjölda sigra á mótum fyrir hönd félagsins. 

 

Reglur fimleikasalar að Varmá

ALLIR:

* Matur er hvorki leyfður í fimleikasal né í búnings- eða skiptiklefum. Neyta skal matar við borðin í anddyri.

* Berið virðingu fyrir starfsfólkinu og fylgið ábendingum þeirra.

* Ganga skal vel um húsið og áhöldin, þetta er eign okkar allra.

* Tyggjó er ekki leyft í fimleikasalnum.

IÐKENDUR:

* Iðkendur skulu mæta 10 mínútum áður en kennsla hefst til þess að skipta um föt.

* Öll auka föt, skór og töskur eiga heima í búningsklefanum.

* Iðkendur skulu ganga vel um búnings- og baðklefa.

* Einungis er leyfilegt að vera með vatn í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum.

* Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í klefunum. Í anddyri eru læstir skápar sem iðkendur geta notað til að geyma verðmæti.

* Iðkendur hafa ekki heimild til að fara í fimleikasalinn nema í fylgd með þjálfara. Nemendur fara út úr salnum að æfingu lokinni í fylgd með þjálfara

* Iðkendur skulu mæta snyrtilega til fara, vera í æfingafatnaði, ekki bera skartgripi eða úr á sér og stúlkur með sítt hár skulu vera með teygjur í hárinu.

* Ekki fara á nein áhöld án þess að spyrja þjálfarann ykkar um leyfi.

* Einn í einu á stóru trampólínunum, nema þjálfari taki annað fram.

* Iðkendur eiga ekki að hafa farsíma í salnum.

ÞJÁLFARAR:

* Notið einungis þau áhöld sem þið hafið tekið frá fyrir ykkar hópa.

* Gangið frá salnum með ykkar hópum, þegar æfingu er lokið.

* Einungis er leyfilegt að vera með drykki í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum.

* Sýnið iðkendum virðingu og gagnrýnið á uppbyggilegan hátt.

* Munið að þjálfarar eru fyrirmynd iðkenda.

* Þjálfarar eiga að vera í þjálfarabolum við þjálfun.