/
 

Velkomin(n) á vefsíður Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar!

Frjálsar íþróttir skiptast í þrjár tegundir hlaupa, fjórar tegundir stökka og fjórar tegundir kasta.  Hver þraut skiptist síðan eftir umfangi sem hentar hverjum og einum íþróttamanni.Frjálsar íþróttir eru stundaðar 52 vikur á ári, en æft er reglulega um það bil 49 vikur ársins. Í september er tekið nokkurra vikna frí. Keppnistímabilin eru tvö á ári. Það fyrra er um hávetur en það síðara stendur allt sumarið. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar býður alla velkomna til að prófa nokkrar æfingar endurgjaldslaust svo iðkandinn geti fundið út hvort frjálsar henti honum til framtíðar. Í dálkinum til vinstri getur þú nálgast allar frekari upplýsingar um starf deildarinnar allt árið.

 

Æfingagjöld frjálsíþróttadeildar starfsárið 2016-2017

8-9 ára           kr. 16.675

10-11 ára        kr. 20.125

12-13 ára        kr. 24.035

14-15 ára        kr. 28.520

16 ára og eldri kr. 32.200

Æfingagjöld miðast við þrjú tímabil og greiðsla fer fram í byrjun tímabils, haust- (september og út desember), vor- (janúar og út apríl) og sumartímabil ( maí og út ágúst).

Allir nýliðar eru boðnir velkomnir til að prufa í eina viku án endurgjalds – eftir þann tíma þarf að ganga frá skráningu.

Frístundaávísun

Mosfellsbær greiðir hverju barni 6-18 ára frístundaávísun að upphæð 27.500 krónur fyrir starfsárið 2016-2017. Þessa upphæð má nota til að greiða niður æfingagjöld. Sótt er um frístundaávísunina um leið og skráð er í greiðslukerfi félagsins á heimasíðu þess.