/
 

Velkomin(n) á vefsíður Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar!

Frjálsar íþróttir skiptast í þrjár tegundir hlaupa, fjórar tegundir stökka og fjórar tegundir kasta.  Hver þraut skiptist síðan eftir umfangi sem hentar hverjum og einum íþróttamanni.Frjálsar íþróttir eru stundaðar 52 vikur á ári, en æft er reglulega um það bil 49 vikur ársins. Í september er tekið nokkurra vikna frí. Keppnistímabilin eru tvö á ári. Það fyrra er um hávetur en það síðara stendur allt sumarið. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar býður alla velkomna til að prófa nokkrar æfingar endurgjaldslaust svo iðkandinn geti fundið út hvort frjálsar henti honum til framtíðar. Í dálkinum til vinstri getur þú nálgast allar frekari upplýsingar um starf deildarinnar allt árið.

 

Hlynur C Guðmundsson yfirþjálfari

frjalsar@afturelding.is

Lagði stund á ýmsar íþróttir sem barn/unglingur með góðum árangri. Er lærður í íþróttafræðum frá Laugarvatni og iðnrekstarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands með áherslu á markaðs- og flæðilínur. Hef sótt mýmörg námskeið innan- sem utanlands er varðar kennslu-, uppeldis- og þjálfunarmál íþrótta síðustu tuttugu og fimm árin. Starfað sem yfirþjálfari í frjálsum íþróttum frá 1996, einka- og afreksþjálfari frá 2004 (liðleiki og styrkur. langhl.- spretthl.- snerpustíll) og stjórna litlu iðnfyrirtæki frá 2006.

Helstu námskeið. Combined events expert – 2005 Jitka Vinduskowa Paed in Prague The Winning Difference – EACA Frank Dick in Bulgaria 2005 and Dublin 2006 Complete Athlete Development – 2005 IYCA Brian Grasso The Athletic Speed Formula – 2007 Lee Taft Coaches Education Certificatio System – 2009 IAAF Abdel Malek El-Hebil Olympískar Lyftingar – 2010 Lee Taft Uppbygging æfingakerfa – 2010 Lee Taft Hlaupastílskennari/þjálfari – Smart Motion