/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Íslandsmót 5 fl kvk yngra ár 27-28 janúar 2018

Um síðustu helgi 27 - 28 janúar 2018,hélt barna og unglingaráð handknattleiksdeildar íslandsmót fyrir 5 fl kvk yngra ári. 

Mótið stóð yfir frá kl 10 á laugardagsmorgni og lauk 16 á sunnudeginum. Til keppni mættu 20 lið frá 12 félögum. 

Áætlað er að yfir 500 manns hafi heimsótt Varmá þessa helgi.

 

Úrslit mótsins urðu 

1.deild - HK 1

2.deild A - ÍR 1

2.deild B - HK 2

3.deild - Víkingur

 

Það voru 24 Krakkar sem æfa með 3 og 4 flokk hjá okkur sem voru að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu og þreyttu um leið verklega prófið til að ná A stigs dómararéttindum, þau stóðu sig mjög vel.

Mótið gekk eins og í sögu og þökkum við öllum þeim sem aðstoðuðu okkar.

Látum fylgja nokkrar myndir sem voru teknar um helgina.