/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Í samræmi við óskir Guðfinnu Júlíusdóttur sem fædd var þann 07.12.1923 og lést þann 21.07 2005 ákváðu erfingjar hennar að stofna sjóð til minningar um hana og móður hennar Ágústínu Jónsdóttur.

Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

2. grein – Tilgangur og hlutverk
Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár. 

Heiti sjóðsins er Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur

Skipulagsskrá sjóðsins

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Umsóknareyðublaði, sem sækja má hér að neðan, skal skila útfylltu á skrifstofu Aftureldingar að Varmá.

 

Úthlutunarreglur sjóðsins

Umsóknareyðublað