/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

7 fulltrúar okkar á landsliðsæfingum

 

Það er nóg að gera hjá fulltrúum handknattleiksdeildar Aftureldingar núna um helgina en þá fara fram landsliðsæfingar og mælingar.


Fulltrúar okkar eru þau
Birkir Benediktsson A landslið karla
Elvar Ásgeirsson A landslið karla
Þóra María Sigurjónsdóttir U-20 ára landslið kvenna
Björgvin Franz Björgvinsson U-18 ára landslið karla
Brynjar Vignir Sigurjónsson U-16 ára landslið karla
Eyþór Wöhler U-16 ára landslið karla
Anna Katrín Bjarkadóttir U-16 ára landslið kvenna


Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis um helgina.