/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Aðalfundur handknattleiksdeildar 22.mars kl 20:00

 

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður miðvikudaginn 22.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu við Varmá.

Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf

1. Kosning fundarstjóra
2. Kosning fundarritara
3. Skýrsla stjórnar lögð fram
4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
5. Umræður um skýrslu stjórnar
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga
7. Kosning formanns
8. Kosning tveggja stjórnarmanna
9. Kosning í meistaraflokksráð
10. Kosning í barna- og unglingaráð
11. Önnur mál

Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist á netfangið handbolti(at)afturelding.is fyrir kl. 20:00 þann 20. Mars.
Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar.