/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Aðalfundur handknattleiksdeildar 7.mars kl 20:00

 

Aðalfundur handknattleiksdeildar verður haldinn miðvikudaginn 7.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu að Varmá.

 

 

 Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf

1. Fundarsetning

2. Kosning fundastjóra og fundarritara

3. Fundagerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði

4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.

5. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram af gjaldkerum ráðanna.

6. Fjárhagsætlun ráðanna lagðar fram til samþykktar.

7. Kosningar

a) Kosning formanns og varaformanns

b) Kosning í meistaraflokksráð karla og kvenna

c) Kosning í barna og unglingaráð

8. Önnur mál

9. Fundarslit.

 

Framboð til stjórnar þurfa að hafa borist undirrituðum á netfangið handbolti@afturelding.is fyrir kl. 17:00 þann 28.febrúar 2018

Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.

f.h. stjórnar handknattleiksdeildar

Inga Lilja Lárusdóttir

Formaður

handbolti@afturelding.is