/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Afturelding - ÍBV fimmtud.14.sept kl 18:00

 

Fyrsti heimaleikurinn og ÍBV mætir í heimsókn. Enginn smá leikur þar sem ÍBV er spáð titlinum í ár. Það skiptir miklu máli að byrja tímabilið vel. Góð mæting og stemmning í stúkunni gerir gæfumuninn.


# Leikurinn hefst stundvíslega kl 18:00
# 1500kr inn og frítt fyrir 16 ára og yngri
# Pizzur frá Hvíta í hálfleik
# Kasta í slá leikur í hálfleik með flottum vinningum
# Leikskrá gefin út fyrir leik
# Andlitsmálun fyrir leik (milli 17:30 og 18:00)
# Mætum í rauðu


Rothöggskort verð einnig seld fyrir leik.
# Frítt inn á alla heimaleiki meistaraflokks karla í Olísdeildinni tímabilið 2017-2018
# Frítt inn á alla heimaleiki meistaflokks karla í úrslitakeppni tímabilið 2017-2018 (gildir ekki um oddaleiki ef til þeirra kemur)
# 15% afsláttur af mat á matseðli hjá Hvíta Riddaranum

Allt þetta fyrir aðeins 1950kr á mánuði eða 19.900kr í eingreiðslu.