/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Dagur Sigurðsson mætir með japanska landsliðið í Mosó.

Afturelding - Japan. Æfingaleikur Varmá laugardag 12. ágúst kl 11.30.

 

 

Dagur Sigurðsson mætir með Japanska landsliðið í Mosfellsbæinn í æfingaleik gegn Aftureldingu. Handboltaáhugafólk er hvatt til að mæta á þennan skemmtilega viðburð og iðkendur yngri flokka eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Aðgangur er ókeypis. Áfram Afturelding.