/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Fimm stelpur á landsliðsæfingum um helgina.

 

Erum stolt að segja frá því að handknattleiksdeild Aftureldingar á fimm fulltrúa á landsliðsæfingum kvenna er fóru fram núna um helgina.

 

Fulltrúar okkar eru þær

Þóra María Sigurjónsdóttir U17

Eva Dís Sigurðardóttir U17

Margrét Erla Hákonardóttir U17

Anna Katrín Bjarkadóttir U15

Erla Kristín Andrésdóttir U15

 

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju