/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Herra- og kvennakvöld UMFA

 

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað. 

Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á sambærilega viðburði hjá öðrum félögum. Meistaraflokkar félagsins ákváðu því að snúa bökum saman og vinna sameiginlega að því að skapa þessa hefð líka hér í Mosfellsbæ. 

Undirbúningur hefur gengið afar vel og við erum öll virklega spennt fyrir því að félagið sé nú að standa að þessum viðburðum sem ein heild.“ 

Miðasala hefst á föstudag og fer fram í afgreiðslu íþróttahússins að Varmá. Einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á herrakvoldumfa(at)gmail.com eða kvennakvoldumfa(at)gmail.com.