/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Hörkuleikur að Varmá

 

Stelpurnar okkar tóku á móti öflugu liði HK í Grill66 deildinni í gær.

 

Okkar stelpur byrjuðu leikinn af mikilli hörku og var staðan í hálfleik 11 - 7.  Þær heldu áfram fyrri krafti í seinni hálfleik og voru 6 mörkum yfir.  Hk tekur leikhlé Þegar 20 mín eru eftir af leiknum og eftir það koma þær af fullum krafti skiptu um varnarleik og skoruðu þær 6 mörk á móti 2 hjá okkur. HK hélt áfram að bæta í og þegar 5 mín voru eftir þá náðu þær að jafna 16 - 16.  Síðustu mínúturnar var hart barist og lauk leiknum með jafntefli 17 - 17. Enikö márton átti stórleik í marki Aftureldingar

 

Mörk aftureldingar

Telma Huld Frímannsdóttir átti stórleik með 9 mörk.  

Þóra María Sigurjónsdóttir 3 mörk

Íris kristín Smith 2 mörk

Hekla Rún Ámundadóttir, Hildur Karen og Selma Rut allar með 1 mark.

 

Mörk HK

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 7 mörk

Sóley Ívarsdóttir 5 mörk

Ana Blagojavic 2 mörk

Berglind Þorsteinsdóttir 2 mörk

Tinna Sól Björgvinsdóttir 1 mark.