/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Íþróttafólk handknattleiksdeildar 2016

 

Íþróttamaður og íþróttakona handknattleiksdeildar 2016 eru þau Árni Bragi Eyjólfsson og Þóra María Sigurjónsdóttir. 

Umsögn Árna Braga

Árni Bragi Eyjólfsson er íþróttamaður handknattleiksdeildar karla fyrir árið 2016.

Hann hefur æft og keppt í handbolta með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu frá því hann flutti frá Akureyri þegar hann var ungur drengur í 4.flokki.

Árni Bragi er harðduglegur í þróttamaður, öflugur og þroskaður leikmaður og spilar stórt hlutverk í liði mfl. karla hjá Aftureldingu. Hann átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olídeildinni á síðasta tímabili, og hefur spilað mjög vel með toppliði Aftureldingar það sem af er tímabils, og er með markahæstu mönnum í Olísdeild karla.

 Árni Bragi er fjölhæfur og klókur leikmaður og getur spilað bæði sem hornamaður og í hægri skyttu. Hann er jafnframt einn fljótasti og besti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar.

Árni Bragi var nýlega valinn í úrtakshóp hjá HSÍ í B-landslið Íslands og á hann vonandi góða möguleika á að vera valinn í íslesnka A landsliðshópinn á næstu misserum.

Árni Bragi hefur allt til að bera sem góður íþróttamaður þarf að hafa að leiðarljósi til að ná góðum árangri í sinni íþrótt.

Hann sinnir æfingum af dugnaði og samviskusemi, er reglusamur og meðvitaður um andlega og líkamlega þætti sem skipta máli í þjálfun og keppni.

Hann er metnaðarfullur og kappsamur við að ná markmiðum sínum.

Hann hefur sinnt þjálfun uyngri flokka hjá Aftureldingu undanfarin ár með mjög góðum árangri og er hann mikil og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur í félaginu.


Umsögn Þóru Maríu

Þóra María Sigurjónsdóttir er Íþróttakona handknattleiksdeildar Aftureldingar 2016.  Þóra María er fædd árið 2000 og því aðeins 16 ára gömul.  Hún byrjaði að æfa þegar hún var 12 ára og hefur æft og keppt í handknattleik með Aftureldingu í aðeins fjögur ár.

Þóra María er hörkudugleg íþróttakona og þroskaður leikmaður, þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað síðastliðin tvö ár með meistaraflokki kvenna.  Á þessu ári hefur hún spilað stórt hlutverk sem leikstjórnandi liðsins og er  markahæst okkar leikmanna  á þessu tímabili og með markahæstu leikmönnum 1.deildar kvenna.

Þóra María hefur allt til að bera til að verða afreksíþróttamaður, hún er samviskusöm, vinnusöm, öguð og hefur mikinn metnað.  Hún mætir á allar æfingar og leggur sig alltaf 100% fram og er draumur allra þjálfara.

Þóra María hefur verið valin í lokahóp unglingalandsliða íslands síðust þrjú ár og keppt á aðþjóðlegum mótum fyrir íslands hönd og staðið sig með miklum sóma.  Hún vann VikingCup mótið  með U 15 ára landsliðinu árið 2015 og æfir þessa stundina með  U17 ára landsliði íslands.  Hún er yngri iðkendum mikil fyrirmynd og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Þóra María  er því vel að því komin að vera íþróttakona handknattleiksdeildar árið 2016

 

Óskum þeim innilega til hamingju