/
 

Velkomin á upplýsingavef Handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild Aftureldingar býður upp á þróttmikið og metnaðarfullt starf.  Barna - og unglingaráð félagsins rekur 12 yngri flokka með rúmlega 300 iðkendum frá 6 ára til 19 ára ungmenna, þá taka meistaraflokksráð karla og kvenna við með sitt kraftmikla og frábæra starf.  Deildin leggur áherslu á að hafa góða og metnaðarfulla þjálfara í öllum flokkum.  Fjöldi iðkenda sem taka þátt í landsliðsverkefnum fjölgar á hverju ári.

Endilega komdu og prófaðu við tökum vel á móti þér !

 
Handknattleiksdeild Aftureldingar á Facebook

Fylgstu með nýjustu uppfærslum Handknattleiksdeildar Aftureldingar á facebook -->

Erum á Instagram #aftureldinghandbolti

Twitter #aftureldinghandbolti

 

Kæru stuðningsmenn í Mosó

 

Takk fyrir frábæran stuðning i leikjunum i final4 Coca Cola bikarnum um helgina.
Stemningin og stuðningurinn i stúkunni var stórkostlegur og það er staðfest að Afturelding á bestu stuðningsmenn landsins!

Framundan er spennandi lokasprettur á Íslandsmótinu og svo úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn.
Við ætlum okkur, með frábærum stuðningi ykkar allra að leggja allt i sölurnar til þess ná í þessa titla. Við treystum áfram á öflugan stuðing ykkar á pöllunum í leikjunum sem eru framundan.

Við viljum þakka Haukum og Val fyrir skemmtilegt viðureignir um helgina og óskum Valsmönnum til hamingju með Bikarmeistaratitilinn.